föstudagur, mars 18

Att bú!

I survived the flights and the jet lag and am starting to paint my flat tomorrow and moving in hopefully next week. I don't start work untill after easter .. jesss .. and for continued reports of the adventures of Lady Mary please go to my icelandic page.

þriðjudagur, mars 8

Einn dagur eftir...

Jæja, það kom að því að þetta myndi enda. 24 tímar eftir en ferðin héðan til Íslands mun taka ca. 72 klst. Þannig að ég lofa engu um gott ástand eftir að ég kem heim. En ég er búin að tékka á hvaða myndir ég fæ að horfa á í fluginu og það eru ágætis myndir eins og t.d. Ray, Bridget Jones, Incredibles og eitthvað fleira svo ég ætti að geta ruslast í gegnum tvö 12 tíma flug án þess að deyja úr leiðindum. Nema ég verði sett á Business Class eins og gerðist þegar ég flaug frá LA til Nýja Sjálands sem ég get sagt ykkur að var GEÐVEIKT. Ef maður hefði nú peninga til að ferðast svoleiðis alltaf...

En það hafa bara verið rólegheit síðustu daga - fór að sjá Constantine með honum Keanu mínum (btw. Begga þetta breytir engu um GB.. bara svo það sé á hreinu ;o) og mér fannst hún virkilega góð. Það er frábær húmor í þessari mynd - svona svartur, kaldhæðinn húmor. Mæli með henni.

sunnudagur, mars 6

Ironman

Yesteday was Ironman day. It was just amazing to watch. 1170 people started and 1115 finished the race. All kinds of people of all ages - the oldest one in the race was 69 years old. Me and and some mates of Raewyns were supporting her and Debbie. The race started at 7 am and the last Ironman finished 1 minutes to midnight. Even though the support team obviously was not swimming, biking or running we all agreed that supporting people in the Ironman must be "almost" as tiring as actually taking part ;o) I was knackered last night.

Raewyn did really well - although she did faint on the run. But after about 5 minutes of drinking water and sitting down she just kept on going and finished in just under 14 hours. It's actually incredible how well she is today considering what she was doing yesterday - she's not jumping around but she's not just about dying which is what I would expect her to be after something like this.

fimmtudagur, mars 3

Shopping and Rotorua

Thvi midur tha get eg ekki breytt lyklabordinu i islensku.. buhuhu - Fyrir tha sem nenna ekki ad lesa thetta "enska drasl" ;o) tha er eg buin ad baeta vid nyjum myndum sem haegt er ad sja her.

The shopping in Auckland didn't really go as planned. I was going to shop LOADS but as usual when I plan to shop I don't manage to find a lot. But I did manage to buy two new pairs of shoes - you can never have too many shoes. On Tuesday I drove down to Taupo with Raewyn and on the way stopped at her mom's place and got some more of my clothes.. vei!! I don't know if people have noticed this (as there aren't that many pictures of me) but I've been wearing the same clothes for two months and now finally I get to wear something else. I wouldn't have believed how bored you get with wearing the same clothes for two months.

Then yesterday I went to Rotorua which is known for it's thermal areas and geysirs. I obviously had to check them out. They were really nice, much bigger then we have in Iceland and a lot more trees - but that's the same as everywhere.

I've finally added some photos which include a few from LOTR trip (can't really put many in there - the others need way too much explanation), my 'meeting' with Kiwi (which was really nice - he has a lovely wife) and some from Rotorua. Enjoy.

laugardagur, febrúar 26

LOTR og Wellington

English version is below the icelandic one...

LOTR ferðin var eiginlega frekar fyndin. Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast í þessari ferð og þegar okkur var sýndur fyrsti tökustaðurinn þá trúði ég því ekki að þetta ætti allt að vera svona og ég sem hafði borgað formúgu fyrir þessa ferð. Fyrsti tökustaðurinn var sem sagt runni þar sem Sam, Frodo og Gollum hjúfra sig undir í einu atriðinu. Ég var allvegbara.. váá!! Það voru hjón þarna frá Kanada sem eru í NZ í tvær vikur og það eina sem þau eru að gera er að fara í LOTR ferðir. Þegar það var búið að útskýra þennan runna fyrir okkur þá hentu þau sér undir þennan runna og það voru teknar þvílíkt margar myndir af þeim. Mér var boðið að fara undir þennan runna líka en ég afþakkaði það pent. En mér fannst ég nú verða að taka mynd af þessum blessaða runna svo ég gerði það (mínus ég undir honum). En þetta reyndar batnaði eftir þetta og það var talað um ýmislegt áhugavert og manni sýnt ýmislegt áhugavert. En svo komu þessir "runnar" og "steinar" sem þessi og hinn hafði setið á/undir og sagt þetta og þessi kanada hjón tóku örruglega þúsund myndir. Ég hef nú samt á tilfinningunni að það séu aðeins tveir aðilar sem kannski gætu haft áhuga á að sjá þetta hjá mér og hlusta á það sem mér var sagt.... I'll name no names ;o)

Ég flaug svo til Wellington og hef verið hér síðan á þriðjudag. Ég gisti hjá Jess og Jill sem eru vinir Raewyn sem búa þar og þau eru virkilega yndæl. Ég hef eytt dögunum í að ráfa um miðbæ Wellington og fara í nokkrar gönguferðir og fór svo í smá ferð um þinghús NZ. Búin að eyða smá af peningum en hef ákveðið að á mánudaginn (þá verð ég í Auckland) ætla ég að "shop til I drop". Þá verður sko aðalverslunardagurinn.. því ég hef eiginlega ekkert getað verslað hérna því ég er náttúrulega með allt í bakpokanum mínum og ef ég kaupi eitthvað þá þarf ég að bera það í margar vikur svo ég hef bara sleppt því... en það er kominn tími á þetta og verslið verður tekið með stæl á mánudaginn.

---------------------------------

LOTR trip was very intresting both for the LOTR stuff and also for the weird stuff some completely obsessed LOTR fans find intresting. The first location we were shown was a bush were apparently Sam, Frodo and Gollum had hid under f rom the Nazgul. At that moment I couldn't believe I had paid all that money to go on this trip. There were a couple of people who actually got very excited by this bush and threw themselves underneath it and had their picture taken - I did not! But after that it got more interesting and lots of stories and got to see loads of props - it was fun.

Since tuesday I've been staying in Wellington with friends of a friend. They've been very nice to me and have shown me around. I've mostly been wondering around town, did some shopping, went to the botanical garden, parliament building, Carter observatory and got to look at the sun through a filtered telescope. Would have seen some sun flares but there was cloud cover so they are really hard to see through that.. apparently. On sunday I'm going back to Auckland and there I will shop, shop, shop and then shop some more. Oh, yeah and also see Kiwi.

sunnudagur, febrúar 20

Collingwood, Punakaiki, Fox Glacier

English version is below the Icelandic entry... obviously Iceland comes first because we RULE!!

Collingwood var virkilega fyndinn 3ja götu bær með einum pöbb og súkkulaðibúð. Ég hjólaði þar ca 12 km (aðra leið) út að strönd og eyddi þar nokkrum tímum að sóla mig. Það var alveg frábært því það var næstum því enginn á þessari strönd. En reyndar daginn eftir komst ég að því að það höfðu líka verið moskítóflugur á þessari strönd og ég endaði með eitthvað um 30 moskítóbit þar af 5 hægra megin á hálsinum þannig að ég leit út eins og ég hefði verið bitin af vampíru. Annan daginn sem ég var í Collingwood þá vaknaði ég klukkan hálf sex (ótrúlegt en satt) og fór í ferð út á Farewell Spit sem er 27 km langt sandrif. Virkilega gaman - út á endanum á þessu sandrifi er viti og þar var stoppað og boðið upp á kaffi og muffins. Í þessari ferð hitti ég Claire sem er bresk stelpa sem er líka að ferðast ein nema það að hún er með bílaleigubíl og var akkúrat að fara sömu leið og ég niður vesturströndina þannig að ég fékk far með henni og slapp því við 15 klukkutíma í rútu. Við keyrðum niður að Punekaiki þar sem pönnukökusteinarnir eru og gistum þar í eina nótt og keyrðum svo þaðan til Franz Josef og Fox jöklanna. Claire fór í þyrluferð upp á jökulinn en ég fór nú bara í hálfsdagsferð þar sem maður fékk aðeins að klifra í jöklinum. Vildi frekar eyða peningunum í aðra ferð sem verður sagt frá síðar ;o) Þetta eru sem sagt skriðjöklar og jú, jú ágætis skriðjöklar en það sem mér fannst best var að það var þurrt og ... ekki beint kalt en kaldara loft .. svipað og er heima. Þetta er eini staðurinn sem ég hef lent í því að fá bara heimþrá. En svo í morgun þá keyrðum við Claire til Wanaka þar sem ég er núna. Wanaka er virkilega yndislegur bær sem er með LOTR ferðir... Marý ætlar að gerast nörd á morgun og fara í rándýra LOTR ferð þar sem verður farið á 18 mismunandi tökustaði :oÞ hlakkar ekkert smá til.

Í öðrum fréttum er það að ég er loksins búin að geta keypt auka pláss á þessari myndasíðu minni - var í einhverju veseni með kortið mitt - og er búin að bæta inn fullt af myndum og er búin að flokka þær niður og ég veit ekki hvað og hvað.. En allavega þið getið séð þær með því að smella hér. Og ég er aftur komin í GSM samband.
-------------------------------------------------------------------
Collingwood was a really nice one horse town with a pub and a chocolate shop. I did the mistake of cycling 12 km - one way - to a beach, which was lovely and more or less deserted, but full of moskitos. But I didn´t know that untill the day after when I woke up with 30 bites. Anyway I went on a trip out to Farewell Spit which is a 27 km long sandreef which is a nature reserve. It was really nice and we saw loads of birds. At the end of the reef is a lighthouse where we stopped for coffee and muffins.. Lovely. On this trip I met Claire (UK) who is also travelling along but more importantly has a rental car and I ended up getting a lift with her for the next four days. Which was lovely coz otherwise I would have had to spend about 15 hours in a bus. With her I drove down to Punekaiki where we saw the pancake rocks and from there we drove to Franz Josef and Fox glaciers. Which was lovely and actually made me feel a little homesick. I went on a half day glacier walk but Claire splashed out for a heli-hike which involved a helicopter and loads of nice stuff but it cost a fortune. This morning we drove to Wanaka where I, Mary, the nerd am going on a LOTR trip.. am very much looking forward to it and you can all eat your hearts out!!!

More pictures, more pictures...

laugardagur, febrúar 19

Sma frettatilkynning: Eg er nuna a svaedi tar sem er ekkert gsm samband tannig ad ef einhver hefur verid ad reyna ad na i mig ta er tad sem sagt ekki haegt. Skrifa meira seinna...